Fjölbreytt þjónusta fyrir verðandi foreldra og fjölskyldur ungra barnaÍ Lygnu er boðið uppá námskeið og ráðgjöf fyrir verðandi foreldra og fjölskyldur ungra barna. Þar starfa ljósmæður Bjarkarinnar sem sérhæfa sig í heimafæðingum, Soffía Bæringsdóttir doula sem sérhæfir sig í stuðningi við verðandi fjölskyldur og nýbakaða foreldra.
Markmiðið með starfinu í Lygnu er að fjölskyldur geti sótt þangað stuðning og fræðslu um flest það er viðkemur meðgöngu, fæðingu og foreldrahlutverkinu sem og stuðning og meðferð fyrir börn. Ljósmæður Bjarkarinnar reka einnig fæðingarstofu þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu geta fætt börn sín í heimilislegu umhverfi með ljósmóður sem þær þekkja.
|
|
lygna.fjolskyldumidstod@gmail.com / s. 862 4804